Færsluflokkur: Bloggar

Stríð er Friður

George Orwell skrifaði þessa frægu línu í bók sinni "1984"  og allir vita að þetta sé dæmi um "nýlensku" (newspeak).  Þess vegna, kemur á óvart að heyra næstum sömu orðin hjá einum bandarískum stjórnmálamanni. (Kannast ekki stjórnmálamenn við þessa bók??)  Öldungadeildarþingmaður Eric Cantor hvatt ríkistjórnina til "rededicate itself to a foreign and defense policy that seeks peace through strength."  Þessi síðustu þrjú orð vekja sérstaka athygli.  Hvað þýðir "peace through strength?" Mér finnst við höfum ástæðu til að gera ráð fyrir því að hann er ekki að tala um eitthvað "spiritual strength."  Í sömu ræðu sagðist hann ætla að berjast fyrir fjárveitingum til varnareldflaugakerfa og til að endurnýja kjarnorkuvopn.  Árið 1984 er komið. 


...anda sem unnast fær aldregi eilífð að skilið.

Unnusta mín sendi mér þessar myndir og ég get ekki náð mér eftir að hafa séð þær. Þær eru um unga stelpu sem var deyjandi af krabbamein. Þótt að hún væri mjög veik þá ákvað hún að giftast kærasta sínum. Myndirnar eru úr brúðkaupi Katie Kirkpatrick og Nick Godwin. Katie lést eftir fimm daga.   Ég á engin orð til að lýsa tilfinningum mínum á þessu.  Erfitt að ímynda sér hversu mikið hugrekki þetta par hafði!  Það vakti mig til að hugsa en ekki aðeins að hugleiða en að einsetja mér að lifa lífinu til fulls. Hvernig ætti ég að passa mig á að gleyma ekki þessu, svo að tilfinningin hverfi ekki? Mér finnst ekki nóg að horfa bara á myndir. Mig langar að breyta einhverju í lífi mínu.  Það er fólk sem virkilega lifir lífinu til fullnustu og það er fólk sem er bara til.  Það er betur að lifa í einn dag sem að vera til í hundrað ár.  Takk fyrir að kenna mér!


Gluggi um Stóran Heim

Þegar ég var sjálfboðaliði á hjúkrunarheimili á Akureyri, þá kynntist ég gömlum manni sem gat giskað á hvaða mánuður var með því að horfa út um gluggan á hvað væri mikill snjór í fjöllunum.  Hann hefur búið alla sína ævi á sama sveit og ferðaðist aldrei, lærði aldrei erlend tungumál.  En samt, þrótt fyrir þessa "galla" var hann ekki minna hamingjusamur,merkilegur, fallegur en aðrir.  Það er ekki að segja að við eigum að reyna að fara til baka í timann og verða eins og hann. Það er ómögulegt og óæskilegt að fara til baka.....menn vilja alltaf skapa eitthvað nýtt.... Það er vel þekkt að fólk hafi miklu meira möguleiki núna heldur en í gamla daga.  En hefurðu pælt í því hvað erum við að missa? Því meira sem ég hugsa um það því meira dettur mér í hug. 

Nýir Vængur

Þetta er fyrsta bloggið mitt í langan tíma og fyrsta bloggið á öðru tungumáli.  Ég ætla ekki að segja mikið um mér strax.  Allt þetta kemur í ljós.  Sumir lesendur hafa örugglega tekið eftir því að íslenskan er ekki móðurmálið mitt. Hvers vegna?  Þetta líka kemur í ljós.  Hvernig á að byrja nýtt blogg? Góð spurning.....hugsanir án samhengi....ég er aðeins einn af miljónum óþekktum mönnum sem vil tjá sig í endalausu "bloggsvæði" En kannski er það betur að þekkja mig ekki.  Núna er ég á Íslandi. Eg kom hingað fyrir tveimur vikum og verð hér í tvær víkur í viðbót.....sjáumst eftir smástund.   


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband